Hoppa yfir valmynd
19. júlí 2011 Utanríkisráðuneytið

Íslensk stjórnvöld veita neyðaraðstoð vegna þurrka í austanverðri Afríku

Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að veita 18,5 milljónum króna til neyðaraðstoðar í austanverðri Afríku, að tillögu Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra sem hann kynnti á ríkisstjórnarfundi í morgun. Neyðarástand hefur skapast í austanverðri Afríku, einkanlega í Sómalíu, vegna hungursneyðar af völdum uppskerubrests í kjölfar þurrka og ófriðar. Fjöldi flóttamanna hefur farið yfir landamærin frá Sómalíu til Kenýu.

Utanríkisráðuneytið hefur upplýst samstarfshóp íslenskra félagasamtaka um að fjárstyrkur allt að 12,5 milljónir króna verði veittur til verkefna vegna þessa neyðarástands. Umsóknarfrestur er til föstudags 22. júlí.

Ákall um framlag hefur borist frá Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) vegna hjálparstarfs hennar í Sómalíu og hefur verið ákveðið að 50 þúsund Bandaríkjadalir (um 6 milljónir króna) verði veittir til þeirra.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta