Helgi Magnús Gunnarsson skipaður vararíkissaksóknari
Innanríkisráðherra hefur skipað Helga Magnús Gunnarsson í embætti vararíkissaksóknara við embætti ríkissaksóknara.
Helgi Magnús er fæddur 4. desember 1964. Hann lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 1998 og stundaði framhaldsnám á háskólastigi í rannsókn og saksókn efnhagsbrota við Polithøgskolen 2004-2005. Hann fékk leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómi 2001. Hann hefur veitt efnhagsbrotadeild ríkislögreglustjóra forstöðu frá árinu 2007, en hefur verið í leyfi frá þeim störfum síðan haustið 2010 er hann var kosinn varasaksóknari Alþingis.