Hoppa yfir valmynd
9. ágúst 2011 Matvælaráðuneytið

Strandveiðum að ljúka

Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra gaf í dag út reglugerð um stöðvun strandveiða á svæði A sem nær frá Hnappadal til Súðavíkur. Síðasti veiðidagur á svæði A er í dag 9. ágúst.

Afli strandveiðibáta á svæði A hefur verið mjög góður undanfarna daga og í gær höfðu bátar á svæðinu landað 70% þess afla sem heimilt er að veiða í ágúst samkvæmt framkomnum skráningum Fiskistofu. Þá er ótalin löndun hjá fyrirtækjum með svokölluð endurvigtarleyfi þannig að ekki er óvarlegt að ætla að um 80% af afla ágústmánaðar hafi verið kominn á land í gær.

Á öðrum svæðum var veiðin skemmra á veg komin og ekki er ósennilegt að veiðileyfi verði í gildi út ágústmánuð á sunnan- og austanverðu landinu.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta