Hoppa yfir valmynd
15. ágúst 2011 Matvælaráðuneytið

Álit umboðsmanns á tollalögum

Nr. 39/2011

 Álit umboðsmanns á tollalögum

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti hefur borist álit umboðsmanns vegna úthlutunar tollkvóta í landbúnaði. Í áliti sínu staðfestir umboðsmaður að framkvæmd ráðherra er í samræmi við sett lög en tekur að öðru leyti ekki afstöðu til kæruefnis Samtaka verslunar og þjónustu þar sem því er haldið fram að ráðuneytið hefði í reglugerðum farið út fyrir valdheimildir tollalaga nr. 88/2005. 

Í áliti umboðsmanns segir orðrétt:

Umboðsmaður rakti tiltekin ákvæði laga nr. 88/2005 og laga nr. 99/1993 og taldi að ekki yrði annað séð en að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefði með framsali verið fengið vald til að ákvarða hvort sá afsláttur sem veittur væri frá greiðslu á fullum tolli samkvæmt tollalögum miðaðist við verð eða magn þeirrar vöru sem flutt væri til landsins í samræmi við tollkvóta samkvæmt viðaukum III A og B og IV A og B.

En þrátt fyrir þetta bendir umboðsmaður á að það vald sem Alþingi felur ráðherra til að víkja frá lögbundnum tollum kunni að vera rýmra en heimilt er samkvæmt stjórnarskrá.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið mun taka athugasemdir umboðsmanns til skoðunar í samráði við fjármálaráðuneyti og sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis en ráðuneytið getur sem kunnugt er ekki breytt settum lögum.

Sjá nánar álit Umboðsmanns Alþingis á heimasíðu embættisins, hér: http://www.umbodsmaduralthingis.is/article.aspx?ArtId=23&catID=49

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta