Samkomulag um fjármögnun Vaðlaheiðarganga
Samkomulag um framkvæmd fjármögnunar Vaðlaheiðarganga verður undirritað í Parken, Skipagötu 14 á Akureyri kl. 17:00 í dag miðvikudaginn 17. ágúst.
Samkomulagið er á milli fjármálaráðuneytisins og Vaðlaheiðarganga hf. sem Vegagerðin á 51 prósents hlut í og Greið leið ehf. 49 prósenta hlut.
Útboðsgögn vegna byggingar Vaðlaheiðarganga verða afhent föstudaginn 19. ágúst og reiknað er með að tilboð verði opnuð 4. október nk.
Allir sex sem óskuðu eftir að fá að gera tilboð í Vaðlaheiðargöng reyndust til þess hæfir, því geta þessir boðið í verkið:
Fyrirtæki | Land | Staða | |
IAV/Marti | Ísland | Joint Venture | |
ÍAV hf | Ísland | ||
Marti Contractors Lts. | Sviss | ||
Ístak hf | Ísland | ||
Metrostav-Suðurverk | Ísland | Joint Venture | |
Metrostav a.s. | Tékkland | ||
Suðurverk hf. | Ísland | ||
Norðurverk | Ísland | Samstarfshópur | |
Árni Helgason ehf. | Ísland | ||
SS Byggir ehf. | Ísland | ||
Skútaberg ehf. | Ísland | ||
GV Gröfur ehf. | Ísland | ||
Rafeyri ehf. | Ísland | ||
Norðurbik ehf. | Ísland | ||
Per Aarsleff – JKP JV | Danmörk | Joint Venture | |
Per Aarsleff a/s | Danmörk | ||
JK Petersen Contractors P/F | Færeyjar | ||
Leonhard Nilsen & Sønner AS | Noregur | ||