Rýmkun á makrílleyfum smábáta
Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gaf í dag út reglugerð sem heimilar bátum sem stunda makrílveiðar á handfæri og línu að halda þeim veiðum áfram eftir 1. september 2011. Áður var makrílveiði þessara aðila, sem hafa sameiginlegt aflahámark, takmarkað við veiðar fram til 1. september 2011. Heimild til makrílveiða er bundin leyfi frá Fiskistofu. Breytingin er gerð með því að fella niður fyrsta málslið annarrar málsgreinar í annarri grein reglugerðar númer 233 frá 4. mars 2011.