Almenn rýmkun vegna makrílveiða
Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra undirritaði í dag reglugerð sem lengir þann frest sem handhafar veiðileyfa í makríl hafa til veiðanna. Samkvæmt eldri reglu var veiðileyfi til makrílveiða bundið því skilyrði að skip hefði landað a.m.k. 50% af upphafsúthlutun þann 20. ágúst 2011 en nú hefur sá frestur verið framlengdur til 26. ágúst 2011.
Hin nýja reglugerð tekur gildi við birtingu næstkomandi mánudag, 22. ágúst.