Hoppa yfir valmynd
19. ágúst 2011 Forsætisráðuneytið

Embætti ríkislögmanns laust til umsóknar

Forsætisráðuneytið hefur auglýst laust til umsóknar embætti ríkislögmanns. Skarphéðinn Þórisson hrl., sem gegnt hefur embættinu frá 1. maí 1999, hefur óskað eftir lausn vegna veikinda. Einar Karl Hallvarðsson hrl., sem hefur verið settur ríkislögmaður frá 1. desember 2010, mun áfram gegna embættinu tímabundið uns skipað hefur verið í það. Skipað er í embætti ríkislögmanns til fimm ára. Ríkislögmaður skal fullnægja almennum starfsgengisskilyrðum skv. 6. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, lagaskilyrðum til skipunar í dómaraembætti við Hæstarétt skv. 2. mgr. 4. gr. laga nr. 15/1998, um dómstóla, og hafa réttindi til málflutnings fyrir Hæstarétti skv. lögum nr. 77/1998, um lögmenn. Um embættið gilda lög nr. 51/1985, um ríkislögmann, með síðari breytingum, og lög nr. 70/1996, með síðari breytingum, að öðru leyti.
    
Umsóknarfrestur er til 5. september næstkomandi.

Sjá nánar í auglýsingu á starfatorg.is

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta