Hoppa yfir valmynd
19. ágúst 2011 Matvælaráðuneytið

Heimsókn sjávarútvegsráðherra Brasilíu

Ráðherrarnir undirrita viljayfirlýsingu
Ráðherrarnir undirrita viljayfirlýsingu

 

Nr. 40/2011

Heimsókn sjávarútvegsráðherra Brasilíu

Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra tók í dag á móti Luis Sergio Oliveira sjávarútvegs og fiskeldisráðherra Brasilíu sem er hér í heimsókn ásamt fylgdarliði. Ráðherrarnir ræddu meðal annars um sjávarútveg, fiskveiðistjórnun og starfsemi Sjávar­útvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Þá undirrituðu þeir viljayfirlýsingu um samstarf og viðskipti landanna. Auk ráðherranna sátu fundinn fimm embættismenn frá Brasilíu, starfsmenn sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis auk þeirra Jóhanns Sigurjónssonar forstjóra Hafrannsóknastofnunarinnar og Þórs Ásgeirssonar frá Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna.

Ráðherrarnir undirrita viljayfirlýsingu

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta