Makrílfundur með ESB og Noregi
Nr. 42/2011
Makrílfundur með ESB og Noregi
Í dag var haldinn í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu fundur embættismanna Íslands, ESB og Noregs um stjórn makrílveiða. Í fundinum tóku þátt Sigurgeir Þorgeirsson, ráðuneytisstjóri sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins, Lowri Evans, yfirmaður sjávarútvegsdeildar ESB, og Jörn Krog, ráðuneytisstjóri norska sjávarútvegsráðuneytisins, ásamt fleiri embættismönnum og samningamönnum aðila. Á fundinum, sem fór mjög vinsamlega fram, var skipst á skoðunum og farið yfir stöðuna í samningaviðræðum strandríkjanna, en næsti samningafundur verður haldinn í London seinni hluta september nk.