Hoppa yfir valmynd
23. ágúst 2011 Matvælaráðuneytið

Yfir 90% makrílafla fer til vinnslu

 

Nr. 43/2011

 Yfir 90% makrílafla fer til vinnslu

Fiskistofa hefur að ósk Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Jóns Bjarnasonar tekið saman tölur um vinnslu makríls á yfirstandandi vertíð. Samkvæmt tölum stofnunarinnar sem ná fram til 10. ágúst fer innan við 9% af veiddum makríl til bræðslu og um 91% til vinnslu.

Í yfirliti Fiskistofu kemur fram að eftirlit með veiðum, vigtun og skráningu makríls hefur gengið vel. Eftirlit með löndunum svokallaðra uppsjávarskipa hefur náð til helmings allra landana. Að auki hefur verið fylgst sérstaklega með makríllöndunum annarra skipa og fylgst með veiðum og vinnslu þeirra skipa sem vinna afla um borð.

Af um 150 þúsund tonna heildaraflamarki Íslands á árinu 2011 voru 99 þúsund tonn komin að landi 10. ágúst síðastliðinn. Þar af fóru 9 þúsund tonn til bræðslu og 90 þúsund til vinnslu, ýmist fryst eða ísað.

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta