Yfirlýsing ráðherra um tollamál
Nr. 41/2011
Yfirlýsing ráðherra um tollamál
Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vill af gefnu tilefni koma á framfæri vegna umræðu um álit umboðsmanns Alþingis um úthlutun tollkvóta í landbúnaði.:
Eins og fram kom á fundi með efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í morgun kom tillaga um að breyta útreikningi tollkvóta úr svokölluðum magntolli í verðtoll ekki frá ráðgjafanefnd stjórnarráðsins um tollamál.
Ákvörðun um þessa breytingu var tekin af undirrituðum í ljósi þeirra aðstæðna sem hér sköpuðust við bankahrun haustið 2008. Hún tekur mið af gjaldeyrishöftum sem í gildi eru, ástandi í atvinnumálum og fæðuöryggi landsmanna.
Ákvörðunin var tekin í samræmi við samstarfsyfirlýsingu stjórnarflokkanna um að standa vörð um innlenda framleiðslu og störf í matvælaiðnaði.
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti 22. ágúst 2011
Jón Bjarnason