Hoppa yfir valmynd
24. ágúst 2011 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Viðey í Þjórsá friðuð

Viðey í Þjórsá friðuð.
Viðey í Þjórsá friðuð.

Umhverfisráðherra Svandís Svavarsdóttir undirritaði í dag friðlýsingu Viðeyjar í Þjórsá. Viðey er sérstök, m.a. fyrir þær sakir að vegna árinnar í kring er þar að finna lítt snortinn og gróskumikinn birkiskóg sem vaxið hefur án teljandi áhrifa mannsins. Í Viðey hafa fundist yfir 70 háplöntutegundir, þar af tvær tegundir sem eru sjaldgæfar á landsvísu.

Friðlýsing Viðeyjar í Þjórsá styrkir líffræðilega fjölbreytni svæðisins með því að vernda tegundir, plöntur og aðrar lífverur ásamt erfðaauðlindum sem tegundirnar búa yfir og búsvæði þeirra. Mikilvægi svæðisins felst einnig í möguleika á samanburði t.d. birkisins við birki annarsstaðar í landinu.

Með friðlýsingunni verður óheimilt að spilla náttúrulegu gróðurfari í Viðey, trufla dýralíf eða spilla öðrum náttúruminjum í friðlandinu. Tryggja þarf að líffræðilegum fjölbreytileika á svæðinu verði ekki raskað og verður m.a. óheimilt að rækta framandi plöntutegundir í friðlandinu.

Þá hefur friðlýsingin í för með sér að ef af virkjunum verður í neðri Þjórsá mun Umhverfisstofnun sjá til þess að friðlandið verði girt af til að vernda lífríki svæðisins fyrir mönnum og dýrum og viðhald þeirrar girðingar.

Umhverfisstofnun undirbjó friðlýsinguna að ósk landeigenda.

 

Viðey í Þjórsá.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta