Hoppa yfir valmynd
25. ágúst 2011 Utanríkisráðuneytið

Utanríkisráðherrar Íslands og Litháen funda

OS-og-AA-agust-2011
OS-og-AA-agust-2011

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra átti í dag fund með Audronius Azubalis, utanríkisráðherra Litháen, sem er hér á landi í opinberri heimsókn.

Á fundi sínum ræddu ráðherrarnir stöðu aðildarviðræðna Íslands að Evrópusambandinu, sem Litháar hafa stutt dyggilega. Azubalis gerði grein fyrir starfi Litháa á vettvangi Öryggis- og samvinnusstofnunar Evrópu, ÖSE, en þeir fara með formennsku í ÖSE í ár. Þá ræddu ráðherrarnir samskipti ríkjanna, t.d. á vettvangi samstarfs Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna og samstarfið innan Atlantshafsbandalagsins.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta