Hoppa yfir valmynd
26. ágúst 2011 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra fundar með forseta Litháen

Forsætisráðherra ræðir við Daliu Grybauskaité forseta Litháen og José Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar ESB á leiðtogafundi Eystrasaltsráðsins í Vilníus í júní 2010
Forsætisráðherra ræðir við Daliu Grybauskaité forseta Litháen og José Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar ESB á leiðtogafundi Eystrasaltsráðsins í Vilníus í júní 2010

Forsætisráðherra fundaði í kvöld með Daliu Grybuskaité, forseta Litháen, á Þingvöllum. Ræddu þær meðal annars um aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið, efnahagsmál á Íslandi og í Evrópu og tvíhliða samstarf ríkjanna á ýmsum sviðum.  Í febrúar síðastliðnum voru liðin 20 ár síðan Alþingi Íslendinga samþykkti einróma stuðning við sjálfstæði Litháen og ályktaði að tekið skyldi upp stjórnmálasamband við ríkið. Var þannig endurnýjuð viðurkenning Íslands frá 1922, þegar Litháen naut sjálfstæðis um nokkurt skeið að lokinni fyrri heimstyrjöldinni.

Forsætisráðherrahjónin buðu síðan til kvöldverðar í Þingvallabænum, til heiðurs forseta Litháen.

 

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta