Forsætisráðherra fundar með forseta Litháen
Forsætisráðherra fundaði í kvöld með Daliu Grybuskaité, forseta Litháen, á Þingvöllum. Ræddu þær meðal annars um aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið, efnahagsmál á Íslandi og í Evrópu og tvíhliða samstarf ríkjanna á ýmsum sviðum. Í febrúar síðastliðnum voru liðin 20 ár síðan Alþingi Íslendinga samþykkti einróma stuðning við sjálfstæði Litháen og ályktaði að tekið skyldi upp stjórnmálasamband við ríkið. Var þannig endurnýjuð viðurkenning Íslands frá 1922, þegar Litháen naut sjálfstæðis um nokkurt skeið að lokinni fyrri heimstyrjöldinni.
Forsætisráðherrahjónin buðu síðan til kvöldverðar í Þingvallabænum, til heiðurs forseta Litháen.