Hoppa yfir valmynd
29. ágúst 2011 Matvælaráðuneytið

Breytt reglugerð um nýtingu afla og aukaafurða

 Nr. 45/2011

 Breytt reglugerð um nýtingu afla og aukaafurða

Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur að höfðu samráði við útgerðaraðila og stofnanir breytt reglugerð um nýtingu afla og aukaafurða. Með breytingunni er aðlögunarfrestur útgerðaraðilar lengdur og ýmis atriði gerð markvissari og skýrari. Eftir sem áður eru mikilvæg skref stigin í þá átt að bæta nýtingu sjávarafla okkar og bæta umgengnina við sjávarauðlindina.

Í nýlegri skýrslu ráðuneytisins "Bætt nýting bolfisks" frá október 2010, sem unnin var af samráðshópi greinarinnar og stofnana ráðuneytisins kemur fram sú stefnumörkun að skapa sem mest verðmæti úr þeim sjávarafla sem til fellur. Í skýrslu Matís, "Bætt nýting sjávarafla", frá maí 2010, getur að líta greinargott yfirlit um þá möguleika til aukinnar verðmætasköpunar sem hér eru fyrir hendi. Reglugerðin tekur mið af þessari stefnu.

Rétt er hér að vekja sérstaka athygli á þeirri meginreglu laga nr. 57/1996 um um umgengni við  nytjastofna sjávar, að skylt er að hirða og landa öllum afla sem í veiðarfæri koma. Öll frávik frá þessari reglu eru í reynd undantekningar þar frá.

Reglugerð nr. 810/2011, um nýtingu afla og aukaafurða.

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta