Hoppa yfir valmynd
29. ágúst 2011 Matvælaráðuneytið

Ráðstefna um fjármálalæsi – 9. september

Fé framundan
Feframundan

„Fjármálablinda – þörf á framtíðarsýn“

er yfirskrift ráðstefnu um fjármálalæsi sem fram fer í Þjóðmenningarhúsinu, 9. september næstkomandi. Stofnun um fjármálalæsi, efnahags- og viðskiptaráðuneyti, Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins boða til ráðstefnunnar.

Niðurstöður rannsókna sýna að Íslendingar hafi almennt litla þekkingu á hugtökum og eðli fjármála. Skilningur á fjármálum er hins vegar mikilvæg forsenda þess að bæta lífskjör í samfélaginu, stuðla að upplýstri umræðu og ákvörðunum og búa í haginn fyrir fjárhagslegt öryggi til framtíðar.

Á meðal fyrirlesara á ráðstefnunni er dr. Adele Atkinson, einn helsti sérfræðingur heims um fjármálalæsi, en hún vinnur við rannsóknir og stefnumótun á fjármálalæsi hjá OECD. Hún er menntuð í hagfræði og endurskoðun og hefur doktorsgráðu í fjármálalæsi frá Háskólanum í Bristol. Adele hefur í ellefu ár stundað empirískar rannsóknir á fjármálum einstaklinga, menntun og stefnumótun í fjármálalæsi, og eftir hana hafa verið birtar yfir 30 greinar í ritrýndum tímaritum.

Markhópur ráðstefnunnar eru allir þeir sem hafa hag af bættu fjármálalæsi almennings, s.s. stjórnvöld, samtök atvinnulífs, launþega, neytenda og fjármálakerfis. Ráðstefnan hefst kl 9:15 og er öllum opin.

Aðgangur er ókeypis en skráning fer fram með tölvupósti á netfangið [email protected].

Dagskrá ráðstefnunnar má finna hér.

Erindi ráðstefnu og myndbönd af fyrirlestrum má finna hér á síðu Stofnunar um fjármálalæsi.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta