Ábending frá velferðarvaktinni í upphafi skólaárs
Velferðarvaktin sem skipuð er af velferðarráðherra hefur sent bréf til allra sveitarstjórna landsins, auk félagsmálanefnda, skólanefnda og íþrótta og tómstundaráða þar sem því er beint til þeirra að huga sérstaklega að líðan barna í upphafi skólaárs. Mikilvægt sé að kostnaði við kaup á skólavörum og þátttöku í frístundastarfi sé haldið í lágmarki og tryggt að kostnaður heimilanna vegna skólastarfs hindri í engu þátttöku barna í leik og starfi.