Starfshópur til að fjalla um álit umboðsmanns frá 18. júlí 2011 í máli 6070/2010.
-
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur, í samráði við fjármálaráðherra, ákveðið að fela starfshópi að fjalla um álit umboðsmanns frá 18. júlí 2011 í máli nr. 6070/2010, þar sem umboðsmaður kemst að þeirri niðurstöðu að heimildir, sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra eru veittar til ákvörðunar um álagningu tolla samkvæmt ákvæðum 3. mgr. 5. gr. tollalaga nr. 88/2005 og 3. mgr. 12. gr. sömu laga, sbr. 65. gr. A laga nr. 99/1993, um verðlagningu og sölu á búvörum, væru ekki í samræmi við kröfur um skattlagningarheimildir sem leiða af ákvæðum 40. gr. og 1. mgr. 77. gr. stjórnarskrár. Þá er starfshópnum falið að gera tillögur að breytingum á tilvitnuðum ákvæðum að teknu tilliti til athugasemda umboðsmannns og þeirra þjóðréttarlegu skuldbindinga sem Ísland hefur undirgengist.
Starfshópinn skipa:
- Sigurgeir Þorgeirsson, ráðuneytisstjóri, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti
- Ágúst Geir Ágústsson, skrifstofustjóri, forsætisráðuneyti
- Lilja Sturludóttir, lögfræðingur, fjármálaráðuneyti
- Bergþór Magnússon, deildarstjóri, utanríkisráðuneyti
- Kjartan Gunnarsson, skrifstofustjóri, efnahags- og viðskiptaráðuneyti
- Það er lagt fyrir starfshópinn að skila tillögum til fjármálaráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra eigi síðar en 1. nóvember 2011.