Hoppa yfir valmynd
8. september 2011 Matvælaráðuneytið

180 þúsund tonna upphafsheimild í loðnu

 Nr. 47/2011

 

180 þúsund tonna upphafsheimild í loðnu

Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra gaf í dag út heimild til íslenska loðnuveiðiskipa á komandi loðnuvertíð til veiða á 181.269 lestum af loðnu.

Um er að ræða upphafsheimild sem er nokkru fyrr á ferðinni nú en síðasta vetur þar sem ráðgjöf Hafrannsóknastofnunarinnar fyrir komandi vertíð hefur legið fyrir síðan í júní. Tekið er mið af tilmælum Hafrannsóknastofnunarinnar þegar aflaheimildir íslenskra skipa eru reiknaðar út frá helmingi af ráðlögðum upphafskvóta vertíðarinnar sem er 732.000 lestir. Einnig ráðlagði Hafrannsóknarstofnunin að sumarveiðar á loðnu yrðu ekki leyfðar. Með þetta að leiðarljósi var ákveðið að loðnuveiðar í íslenskri fiskveiðilögsögu standi frá 1. október 2011 til 30. apríl 2012. Einungis skip sem hafa aflamark í loðnu geta stundað veiðarnar.  

Á síðasta vetri námu loðnuheimildir innan lögsögunnar samtals 325 þúsund tonnum en þar af fóru um 73 þúsund tonn til erlendra skipa samkvæmt millirikjasamningum. Miðað við þær forsendur sem nú liggja fyrir er líklegt að hluti íslenskra skipa af heildinni verði um hálf milljón tonna. 

Varlega áætlað og miðað við hagstæða samsetningu í bræðslu aflans, frystingar og hrognavinnslu má reikna með að heildarverðmæti úr sjó verði 20 til 30 milljarðar króna.

Reglugerð um loðnuveiðar íslenskra skipa á haust- og vetrarvertíð 2011/2012.

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta