Hoppa yfir valmynd
8. september 2011 Forsætisráðuneytið

Varaforsætisráðherra Víetnam í heimsókn ásamt viðskiptasendinefnd

Jóhanna Sigurðardóttir og varaforsaetisradherra Vietnam
Jóhanna Sigurðardóttir og varaforsaetisradherra Vietnam

Hoang Tsung Hai, varaforsætisráðherra Víetnam, er í vinnuheimsókn hér á landi 8.-9. september, ásamt viðskiptasendinefnd. Hann átti í dag fund með forsætisráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur og ræddu þau meðal annars tvíhliða samskipti og viðskipti landanna, efnahagsmál og stöðu aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið.

Varaforsætisráðherrann mun ennfremur eiga fundi með forseta Alþingis, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, iðnaðarráðherra og starfandi utanríkisráðherra. Einnig verður undirritaður loftferðasamningur á milli Íslands og Víetnam.

Á meðan á dvöl varaforsætisráðherrans stendur mun hann einnig heimsækja Alþingi og kynna sér orkumál. Í tengslum við heimsóknina efnir Íslandsstofa til viðskiptaráðstefnu þann 9. september kl. 15:30 í Hörpu þar sem kynntir verða samstarfs- og viðskiptamöguleikar milli Íslands og Víetnam.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta