Tímabundin friðun vegna rannsókna á hrygningarsvæði steinbits á Látragrunni.
Nr. 49/2011
Tímabundin friðun vegna rannsókna á hrygningarsvæði steinbíts á Látragrunni.
Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur gefið út reglugerð um tímabundna friðun vegna rannsókna á hrygningarsvæði steinbíts á Látragrunni. Frá og með 15. september 2011, til og með 15. nóvember 2011, verða allar veiðar bannaðar á rannsóknasvæðinu. Rannsóknarsvæðið sem nú er lokað tímabundið er við hlið friðunarsvæðis sem lokar þann 15. september skv. reglugerð nr. 754/2010.
Hafrannsóknastofnunin mun standa fyrir rannsóknarleiðangri til að rannsaka hrygningarsvæði steinbíts. Meðal þess sem fyrirhugað er að skoða er að meta þéttleika hrognaklasa steinbíts á Látagrunni sem metin er með neðansjávarmyndavél. Rannsóknir sýna að hrygning steinbíts hefst seinnihluta septembers mánaðar en eggjaklasarnir eru botnlægir og því berskjaldaðir fyrir botnvörpuveiðum. Stór hluti fyrirhugaðs rannsóknarsvæðis verður fyrir utan friðunarsvæði steinbíts og því opið fyrir veiðum áður en rannsóknin fer fram. Þannig væri ekki unnt að meta þéttleika eggjaklasa steinbíts á því svæði án lokunar þess.
Reglugerð um tímabundna friðun vegna rannsókna á hrygningarsvæði steinbíts á Látragrunni.