Hoppa yfir valmynd
20. september 2011 Dómsmálaráðuneytið

Ný lög um breytingu á lögum um greiðslu ríkissjóðs á bótumtil þolenda afbrota

Með nýjum lögum sem Alþingi hefur samþykkt er gert heimilt að víkja frá því skilyrði að umsókn um bætur vegna tjóns sem leitt verður af broti sem framið var fyrir 1. júlí 1996 skuli hafa borist bótanefnd fyrir 1. júní 1997, ef veigamikil rök mæli með því.

Er þetta gert í samræmi við  bréf umboðsmanns Alþingis þar sem athygli ráðuneytisins var vakin á því að lög um greiðslu ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota, eins og þeim var breytt með lögum nr. 118/1999, geri greinarmun á réttindum þeirra sem orðið hafa fyrir tjóni vegna brota sem framin voru 1. janúar 1993 til 30 júní 1996 og þeirra sem verða fyrir tjóni sem leiðir af broti sem framið er 1. júlí 1996 eða síðar.

Þar sem ekki verður annað séð en að þau sjónarmið sem bjuggu að baki þeim breytingum sem gerðar voru á lögunum árið 1999 gildi jafnframt um mál einstaklinga sem brotið hefur verið gegn á tímabilinu 1. janúar 1993 til 30. júní 1996 var nú lagt til að bráðabirgðaákvæði laganna yrði breytt. Þannig verður heimilt að víkja frá skilyrði þess um að umsókn um bætur vegna tjóns sem leitt verður af broti sem framið var fyrir 1. júlí 1996 skuli hafa borist bótanefnd fyrir 1. júní 1997, ef veigamikil rök mæli með því.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta