Hoppa yfir valmynd
20. september 2011 Matvælaráðuneytið

Pólverjar og Íslendingar undirrita viljayfirlýsingu um
orkusamstarf 

Undirritun viljayfirlýsingar í Póllandi
Undirritun viljayfirlýsingar í Póllandi

Í dag undirrituðu Waldemar Pawlak, efnahagsmálaráðherra Póllands og Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, viljayfirlýsingu um aukið samstarf ríkjanna á sviði endurnýjanlegrar orku. Í viljayfirlýsingunni er sérstök áhersla lögð á jarðvarma og vonast er til að hann skapi forsendur fyrir aukinni samvinnu fyrirtækja og stofnana þessara tveggja landa. Í Póllandi er að finna jarðvarma en hann hefur verið nýttur að takmörkuðu leyti. Í ljósi aukinnar
áherslu Evrópusambandsins á endurnýjanlega orkugjafa og markmið  þar um hefur áhugi Pólverja á nýtingu jarðvarma aukist. Íslensk fyrirtæki hafa komið að jarðvarmaverkefnum í
Póllandi, og meðal annars verið með útibú í Póllandi, og er með viljayfirlýsingunni
skapaður grundvöllur fyrir frekara samstarfi ríkjanna á þessu sviði til hagsbóta fyrir bæði ríkin.

Í dag sótti iðnaðarráðherra einnig fund orkumálaráðherra Evrópusambandsins og EES-ríkjanna í borginni Wroclaw i Póllandi. Yfirskrift fundarins er hvernig efla megi grunninnviði raforkukerfa innan ESB. Er það talin nauðsynleg forsenda fyrir öflugum innri markaði raforku innan ESB ríkjanna og liður í Orkustefnu ESB til ársins 2050. Þörfin fyrir fjárfestingum í raforkukerfum ESB ríkjanna er mikil og var á fundinum rætt hvaða leiðir eru tækar til að efla innviði kerfanna, m.a. með aðkomu ríkja utan ESB.

Samingurinn á ensku

Waldemar Pawelak og Katrin Júliusdóttir svara spurningum fjölmiðla







Waldemar Pawelak og Katrín Júlíusdóttir svara spurningum fjölmiðla



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta