Hoppa yfir valmynd
21. september 2011 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Doktorsvörn í umhverfis- og þróunarfræði

Jón Geir Pétursson
Jón Geir Pétursson

Jón Geir Pétursson,sérfræðingur hjá umhverfisráðuneytinu, varði á dögunum doktorsritgerð sína í umhverfis- og þróunarfræði við Norska lífvísindaháskólann, með sérhæfingu í auðlindastjórnun.

Ritgerð Jóns Geirs fjallar um ákvarðanatöku og þróun, gerð og virkni stofnana/kerfa við umhverfis- og auðlindastjórnun.. Rannsóknirnar í ritgerðinni fjallar um þessa þætti í samhengi stjórnunar verndarsvæða, þ.e. þjóðgarða, afrétta og skógverndarsvæða, með sérstaka áherslu á áhrif stjórnunarinnar fyrir heimamenn á viðkomandi svæðum.


Elgonfjall er um 4300 hátt kulnað eldfjall, nokkru lægra en hin þekktari eldfjöll Austur Afríku, Kilimanjaro og Mt Kenya. Á toppnum er víðfemur gígur sem sést hér yfir.

Dæmin sem ritgerðin fjallar um eru verndarsvæði á Elgon fjallendinu á landamærum Úganda og Kenya, bæði samanburður milli svæða innan landanna og eins milli landanna tveggja. Sérstök áhersla er lögð á að skoða möguleika þess að stjórna auðlindum fjallendisins sameiginlega milli landanna tveggja. Byggja rannsóknirnar í doktorsritgerðinni á vettvangsvinnu Jóns Geirs á Elgonfjalli bæði í Úganda og Kenya.

Umhverfisráðuneytið óskar Jóni Geir innilega til hamingju með doktorsvörnina.

Nánar um ritgerðina sem kallast á ensku „Institutions and transboundary protected area management: The case of Mt. Elgon, Uganda and Kenya“ er að finna hér.

Elgonfjall er um 4300 hátt kulnað eldfjall, nokkru lægra en hin þekktari eldfjöll Austur Afríku, Kilimanjaro og Mt Kenya. Á toppnum er víðfemur gígur sem sést hér yfir.
Við Elgonfjall

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta