Doktorsvörn í umhverfis- og þróunarfræði
Jón Geir Pétursson,sérfræðingur hjá umhverfisráðuneytinu, varði á dögunum doktorsritgerð sína í umhverfis- og þróunarfræði við Norska lífvísindaháskólann, með sérhæfingu í auðlindastjórnun.
Ritgerð Jóns Geirs fjallar um ákvarðanatöku og þróun, gerð og virkni stofnana/kerfa við umhverfis- og auðlindastjórnun.. Rannsóknirnar í ritgerðinni fjallar um þessa þætti í samhengi stjórnunar verndarsvæða, þ.e. þjóðgarða, afrétta og skógverndarsvæða, með sérstaka áherslu á áhrif stjórnunarinnar fyrir heimamenn á viðkomandi svæðum.
Dæmin sem ritgerðin fjallar um eru verndarsvæði á Elgon fjallendinu á landamærum Úganda og Kenya, bæði samanburður milli svæða innan landanna og eins milli landanna tveggja. Sérstök áhersla er lögð á að skoða möguleika þess að stjórna auðlindum fjallendisins sameiginlega milli landanna tveggja. Byggja rannsóknirnar í doktorsritgerðinni á vettvangsvinnu Jóns Geirs á Elgonfjalli bæði í Úganda og Kenya.
Umhverfisráðuneytið óskar Jóni Geir innilega til hamingju með doktorsvörnina.
Nánar um ritgerðina sem kallast á ensku „Institutions and transboundary protected area management: The case of Mt. Elgon, Uganda and Kenya“ er að finna hér.