Hoppa yfir valmynd
21. september 2011 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Drög að frumvörpum til breytinga á fjarskiptalögum til umsagnar

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að þremur lagafrumvörpum sem snerta fjarskiptamál. Þeir sem óska geta sent umsagnir sínar á netfangið [email protected] fram til 5. október 2011.

Frumvarpsdrögin eru þessi:
- drög að frumvarpi til breytinga á fjarskiptalögum nr. 81/2003
- drög að frumvarpi til breytinga á lögum nr. 69/2003 um Póst- og fjarskiptastofnun
- drög að frumvarpi til breytinga á lögum nr. 132/2005 um fjarskiptasjóð.

Frumvarpsdrög um breytingar á fjarskiptalögum nr. 81/2003 og lögum um Póst- og fjarskiptastofnun nr. 69/2003 eiga fyrst og fremst rætur að rekja til breytingar sem eru til komnar vegna breytinga á fjarskiptaregluverki Evrópusambandsins en með þeim lögum var innleidd í íslenskan rétt heildstæð löggjöf Evrópusambandsins á sviði fjarskipta. Tilskipanir Evrópusambandsins um fjarskiptamál eru teknar til endurskoðunar með reglulegu millibili með tilliti til þróunar fjarskiptamarkaðarins og þeirrar tækni sem hann byggist á.

Sérstök ástæða þykir til þess að benda á að 3. mgr. 5. gr. tilskipunar 2002/58/EB um friðhelgi einkalífs og rafræn samskipti er varðar svonefnd smygildi (e. cookies) er innleidd í nýja 3. mgr. 47. gr. a, (en er nú að finna í 5. mgr. 47. gr. núgildandi fjarskiptalaga), sjá a lið 31. gr. frumvarpsins.

Að auki er með breytingum leitast við að færa ýmis atriði fjarskiptalaga til betri vegar, þar á meðal er þeim ætlað að stuðla að auknum fjárfestingum í fjarskiptainnviðum sem leiða til bættra fjarskipta um allt land. Breytingunum er jafnframt ætlað að stuðla að ríkara öryggi fjarskipta og upplýsinga og er í því sambandi skotið lagastoðum undir stofnun nýs öryggis- og viðbragðshóps til verndar ómissandi upplýsingainnviðum (CERT-ÍS). Auk þess stuðla breytingarnar að bættri stjórnsýslu og aukinni neytendavernd.

Breytingum á lögum nr. 132/2005 um fjarskiptasjóð er meðal annars ætlað að framlengja gildistíma sjóðsins auk þess sem þar er að finna breytingar á tekjustofni sjóðsins sem ætlað er að standa undir nýjum verkefnum í tengslum við gerð nýrrar fjarskiptaáætlunar sem til stendur að leggja fram á Alþingi í haust.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta