Hoppa yfir valmynd
23. september 2011 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Evrópski tungumáladagurinn 26. september

Dagskrá í Hátíðarsal Háskóla Íslands – afhending Evrópumerkisins mánudaginn 26. september nk. kl. 16:00

Evropski-tungumaladagurinn-logo
Evropski-tungumaladagurinn-logo

Dagskrá í Hátíðarsal Háskóla Íslands – afhending Evrópumerkisins

 
Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur, STÍL, Samtök tungumálakennara á Íslandi og  mennta- og menningarmálaráðuneytið efna til dagskrár í Hátíðarsal Háskóla Íslands á Evrópska tungumáladeginum mánudaginn 26. september nk. kl. 16:00. Dagskráin er haldin í samvinnu við samtökin AUS, AFS og Móðurmál.
Við þetta tækifæri verður Evrópumerkið afhent, en það er viðurkenning fyrir nýbreytni og árangur í tungumálakennslu. 

Dagskrá:

  •  Dagskráin opnuð – Auður Hauksdóttir forstöðumaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur.
  •  Afhending Evrópumerkisins, Jórunn Tómasdóttir formaður dómnefndar gerir grein fyrir niðurstöðu nefndarinnar. Fulltrúi ráðuneytisins afhendir verðlaunin.
  •  Cinzia Fjóla Fiorini formaður samtakanna Móðurmáls lýsir fjölbreyttum aðferðum við að kenna börnum móðurmál sitt utan heimalandsins. 
  •  Kór Kársnessskóla syngur nokkur lög á íslensku og erlendum tungumálum undir stjórn Þórunnar Björnsdóttir kórstjóra.
  •  Ragnheiður Jónsdóttir formaður STÍL fjallar um ungmennaskipti og tungumálanám.
  •  Fulltrúar frá AUS, Alþjóðlegum ungmennaskiptum og skiptinemasamtökunum AFS segja frá reynslu sinni af því læra tungumál með því að dvelja erlendis. Annars  vegar er um að ræða tungumál sem þau höfðu lært í íslenskum skólum og hins vegar önnur mál.
  • Kristín M. Jóhannsdóttir málfræðingur segir frá META-NET, verkefni um margmála máltækni, og þýðingu þess fyrir íslensku.
  • Erlendir stúdentar við Háskóla Íslands flytja ljóð á móðurmáli sínu.

 Boðið verður upp á kaffiveitingar að lokinni dagskrá.

Vigdis_largeEvropski-tungumaladagurinn-logoAUS-logo

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta