Hoppa yfir valmynd
23. september 2011 Matvælaráðuneytið

Gæði og siðræn umgengni - fjöllunarefni í ræðum ráðherra

sjávarútvegssýning 2011-2
sjávarútvegssýning 2011-2

 

Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra gerði gæði sjávarfangs og siðræna umgengi um sjávarauðlindina í ávörpum sem hann flutti í vikunni. 

Það er ánægjulegt hlutskipti að vera sjávarútvegsráðherra á því herrans ári 2011 eins og jafnan er þegar vel gengur.” 

Þannig hóf Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ávarp sitt á aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva sem haldinn er á Grand Hótel í Reykjavík. Ráðherra vék þar að breytingum sem hafa verið gerðar á kerfinu og þær sem væntanlegar eru:

Margar af þessum breytingum hafa orðið byggðum landsins mikil lyftistöng. Þó að um þetta hafi verið skiptar skoðanir og ýmsir mótmælt þeim þegar þær voru í undirbúningi hafa þær reynst vel og síst valdið þeim búsifjum sem spáð hafði verið. ... Reynsla undanfarinna missira af strandveiðum, útboði aflaheimilda í skötusel og fleiri ráðstöfunum sem gripið hefur verið til að kenna okkur að það er gott að vinna málefnalega og hafa umræðuna um þau efni hófstillta. Það skilar okkur engu að tala með þeim hætti að núverandi stjórn fiskveiða og þær línur sem hún dregur séu algildar og leysi allan vanda. Þeir sem þannig tala gera það gegn betri vitund því vitaskuld er kerfið mannanna verk með kostum sínum og göllum. Við getum aðeins komist upp úr skotgröfum umræðunnar með því að hugsa út fyrir þennan ramma og viðurkenna þau viðfangsefni sem fyrir okkur liggja. Ég treysti því að umræðan hér í dag taki mið af þessu, sem og áframhald hennar á komandi vetri.

Ræðan í fullri lengd.

Þá ávarpaði Jón gesti við opnun Íslensku sjávarútvegssýningarinnar í Smáranum í Kópavogi og sagði m..a.:

Gæði, tækni og sjálfbærni eru allt hliðar á sama teningi. Með aukinni framþróun og tækni tekst okkur að nýta betur þau auðæfi sem hafið gefur, með aukinni nýtingu stuðlum við að sjálfbærni og með bættum gæðum er unnið að aukinni nýtingu. Lykilorð mannkyns er og verður sjálfbærni á öllum sviðum. Þar gegnir nýting hafsins afar mikilvægu hlutverki og aðeins með skynsamlegri og sjálfbærri nýtingu auðlinda jarðar tekst kynslóðunum að skila því, sem þær hafa að láni frá náttúnni, til eftirkomenda sinna.

 Ræðan í fullri lengd. 

 

sjávarútvegssýning 2011-2Frá opnun Íslensku sjávarútvegssýningarinnar í Smáranum. Fyrir miðri mynd eru þau Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Sigurgeir Þorgeirsson ráðuneytissstjóri og Guðrún Pálsdóttir bæjarstjóri í Kópavogi.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta