Ráðherra flutti fyrirlestur í John Hopkins háskóla í Washington
Árni Páll Árnason efnahags- og viðskiptaráðherra hélt í gær fyrirlestur hjá SAIS stofnun John Hopkins háskólans í Washington. Fyrirlesturinn bar heitið „Of stór til að falla og of stór til að bjarga“ og fjallaði um lærdóma sem draga má af reynslu Íslands frá 2008. Efnahags- og viðskiptaráðherra tekur þátt í ársfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem var settur í Washington í dag.