Hoppa yfir valmynd
26. september 2011 Utanríkisráðuneytið

Goddur á hönnunarvikunni í Peking

goddur-beijing-03-(Small)
goddur-beijing-03-(Small)

Sýning á 32 veggspjöldum eftir Guðmund Odd Magnússon, sem er betur þekktur sem Goddur, var opnuð í gær á Alþjóðlegu hönnunarvikunni í Peking. Þetta er í annað sinn sem sendiráð Íslands í Kína vinnur með Alþjóðlegu hönnunarvikunni í Peking sem margir af þekktustu hönnuðum heims sækja og sýna á. Sýning Godds er yfirlit veggspjalda sem hann hannaði á 15 ára tímabili, þ.á.m. eru samstarfsverkefni hans og Bjarna H. Þórarinssonar og annarra listamanna. Sýning Godds er haldin í nýja hönnunarhverfinu í Peking, 751, sem kennt er við brautarlínuna sem flutti m.a. kol og aðföng inn í iðnaðarhverfi sem nú hefur verið breytt í nýstárlega miðstöð skapandi greina.

Hönnuðir og listamenn frá ýmsum löndum sýna á sömu slóðum m.a. frá Hollandi, Bretlandi, Austurríki, Ítalíu. Ástralíu og Bandaríkjunum.

Hönnunarvikan í Peking hófst 26. september og henni lýkur 3. október. Markmið hátíðarinnar er að skapa borginni sérstöðu í hönnunargeiranum og auka alþjóðlega samvinnu á þessu sviði.   

Goddur er prófessor í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands og starfar auk þess sem grafískur hönnuður og myndalistalistamaður.

Nánar má kynna sér efni og umfjöllun á vefsíður hátíðarinnar, www.bjdw.org.

Nánari upplýsingar veita:
Guðmundur Oddur Magnússon, [email protected] og Hafliði Sævarsson, [email protected].

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta