Breytingar á starfsstöðvum sendiherra
Utanríkisráðherra hefur tekið ákvörðun um eftirtaldar breytingar á starfsstöðvum sendiherra í utanríkisþjónustunni:
Hjálmar W. Hannesson, sem verið hefur sendiherra í Washington frá árinu 2009, flyst til starfa í ráðuneytinu frá 1. október nk.
Guðmundur Árni Stefánsson, sem verið hefur sendiherra í Stokkhólmi fra árinu 2005, verður sendiherra í Washington frá 1. október nk.
Gunnar Gunnarsson, sendiherra, sem hefur verið við störf í ráðuneytinu frá árinu 2008, verður sendiherra í Stokkhólmi frá 1. október nk.
Benedikt Ásgeirsson, sem verið hefur sendiherra í Moskvu frá árinu 2006, flyst til starfa í ráðuneytinu frá 1. október nk.
Albert Jónsson, sendiherra, sem hefur verið aðalræðismaður í Færeyjum frá árinu 2009, verður sendiherra í Moskvu frá 1. október nk.