Hoppa yfir valmynd
28. september 2011 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra skipar Einar Karl Hallvarðsson í embætti ríkislögmanns.

Einar Karl Hallvarðsson
Einar Karl Hallvarðsson

Forsætisráðherra hefur í dag skipað Einar Karl Hallvarðsson, hæstaréttarlögmann, í embætti ríkislögmanns til fimm ára. Einar Karl er fæddur 6. júní árið 1966 og lauk embættisprófi frá lagadeild Háskóla Íslands árið 1993. Hann öðlaðist réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi árið 1994 og fyrir Hæstarétti árið 1997. Hann hefur starfað við embætti ríkislögmanns frá árinu 1994 og verið settur ríkislögmaður frá 1. desember 2010. Einar Karl hefur jafnframt gegnt stöðu dósents við Háskólann á Bifröst frá árinu 2007.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta