Samráð um að draga úr losun koltvíoxíðs frá samgöngum
Hinn 16. september sl. sendi Framkvæmdastjórn Evrópusambandins út til almennra athugasemda Hvítbók um samgöngur m.a. með það að markmiði að draga úr losun tvíkolsýrings (CO2) frá umferð vélknúinna ökutækja á vegum.
Markmiðið er að draga úr losun tvíkolsýrings sem nemur 50 -70% á sviði samgangna fyrir árið 2050. Framkvæmdastjórnin vill sérstaklega kanna viðhorf almennings til hvers konar samgöngutækja skuli litið, s.s. strætisvagna, langferðabifreiða og þungaflutningabifreiða, og til hvaða aðgerða skuli gripið í því skyni.
Framkvæmdastjórnin hefur lagt fram spurningalista ásamt upplýsingum um hvernig staðið skuli að framsetningu svara og athugasemda, og er öllum heimil þátttaka í samráðsferlinu. Skilafrestur er til 9. desember 2011.
Vakin er athygli á að Framkvæmdastjórnin leggur auk þess fram aðrar spurningar, s.s. um hvort losun frá samgöngum skuli ná til annarra gastegunda en koltvísýrings, s.s. metans, og hvort mögulegt sé að ná því markmiði fyrir 2020 að setja losunarmörk m.v. 147g á ekinn km. þegar í hlut eiga minni flutningabifreiðar.
Spurningalisti Framkvæmdastjórnar ESB varðandi losun koltvíoxíðs frá samgöngum