Hoppa yfir valmynd
29. september 2011 Matvælaráðuneytið

Sótthreinsilausn sem gerir bakteríur landlausar

Ragnar Ólafsson var búinn að vera skipstjóri í fjölda ára þegar hann fékk „hugmynd ævinnar“ og síðasta áratuginn hefur hann ásamt samstarfsfélögum sínum í fyrirtækinu DIS unnið að byltingarkenndri sótthreinsilausn sem er á barmi heimsfrægðar!

Hingað til hafa sótthreinsilausnir gengið út á að drepa bakteríurnar með sterkum efnum sem bakteríurnar geta myndað óþol fyrir. Hin nýja lausn byggir hins vegar á því að mynda örþunna filmu sem eyðileggur búsetuskilyrði bakteríanna og kemur þannig í veg fyrir að þær geti fjölgað sér. DIS sótthreinsiefnið er umhverfisvænt og algerlega hættulaust (nema fyrir bakteríur) og virkni þess er miklu mun lengri en hefðbundinna sótthreinsiefna.

Sótthreinsun er algert lykilatriði í allri matvælavinnslu og DIS sótthreinsivörurnar hafa vakið mikla athygli. Sótthreinsiefninu er úðað úr þar til gerðum stútum yfir svæðið sem skal sótthreinsa og fer efnið út í hvern krók og kima.

Sem dæmi um þá miklu athygli sem DIS sótthreinsilausnin hefur vakið má nefna að efnið er nú í seinni úttekt hjá Marks&Spencer í Bretlandi og eru niðurstöðurnar mjög lofandi – en fyrirtækið hefur ekki tekið nýja sótthreinsilausn til skoðunar í a.m.k. 7 ár.

En DIS sótthreinsilausnin er fráleitt bundin við matvælaiðnað og hún á erindi hvarvetna þar sem gæta þarf fyllsta hreinlætis, t.d. í heilbrigðiskerfinu, skólum og heimilum!  

Það verður spennandi að fylgjast með árangri DIS á næstu mánuðum og misserum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta