Hoppa yfir valmynd
29. september 2011 Utanríkisráðuneytið

Stofnun nýrrar prófessorsstöðu í norðurslóðafræðum

Tilkynnt um stofnun nýrrar prófessorsstöðu í norðurslóðafræðum
Tilkynnt um stofnun nýrrar prófessorsstöðu í norðurslóðafræðum

Utanríkisráðherrar Íslands og Noregs, Össur Skarphéðinsson og Jonas Gahr Støre, tilkynntu á Akureyri í dag um stofnun nýrrar prófessorsstöðu í norðurslóðafræðum til þriggja ára við Háskólann á Akureyri. Staðan er þáttur í samkomulagi Íslands og Noregs um norðurslóðasamstarf sem ráðherrarnir skrifuðu undir á opnum fundi í menningarhúsinu Hofi á Akureyri í dag. Prófessorsstaðan verður nefnd eftir norska heimskautafaranum Friðþjófi Nansen og er henni ætlað að efla samstarf Noregs og Íslands um rannsóknir og menntun í málefnum norðurslóða. Samkomulagið felur einnig í sér stuðning við nemendaskipti og samstarf íslenskra og norskra fræðimanna í norðurslóðafræðum.

Á fundi sem ráðherrarnir áttu fyrr í dag, ræddu þeir norðurslóðamál og evrópumál, þar sem löndin eiga margra sameiginlegra hagsmuna að gæta. Þeir ræddu útfærslu nýlegs samkomulags Norðurskautsráðsins um leit og björgun og samkomulags aðildarríkja ráðsins um varnir gegn olíuvá sem er í burðarliðnum. Þeir voru sammála um mikilvægi þess að sem flestir hagsmunaaðilar kæmu að þessari vinnu, enda væru miklir hagsmunir í húfi að tryggja öryggi á svæðinu og vernd umhverfisins. Þar væri samstarfið innan Norðurskautsráðsins lykilatriði, það væri vettvangur stjórnvalda og hagsmunaaðila og hefði styrkst með auknu samstarfi og auknum áhuga á norðurslóðum. Ráðherrarnir voru sammála um að samstarf ríkjanna um málefni norðursins myndu aukast til muna á næstu árum.

Ráðherrarnir ræddu samstarfið innan Evrópska efnahagssvæðisins og mikilvægi þess fyrir bæði ríkin. Utanríkisráðherra gerði starfsbróður sínum grein fyrir stöðu aðildarumsóknar Íslands að Evrópusambandinu.

Á myndinni eru utanríkisráðherrarnir og Stefán Sigurðsson, rektor HA.
 
Utanríkisráðherrarnir skrifuðu saman grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta