Forsætisráðherra fundar með utanríkisráðherra Noregs
Forsætisráðherra tók í morgun á móti Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, í Stjórnarráðinu.
Á fundinum var rætt um samstarf ríkjanna í málefnum Norðurslóða og lýsti forsætisráðherra ánægju með samkomulag Íslands og Noregs um gestaprófessorsstöðu og stuðning við rannsóknir og verkefni í Norðurslóðasamstarfi, auk þess sem staða aðildarviðræðna Íslands við ESB og norrænt samstarf var til umræðu.
„Samkomulagið styrkir rannsóknastarf og háskólastigið á þessu sviði“, sagði forsætisráðherra. „Norðmenn eru reynslumiklir og góðir samstarfsaðilar í málefnum Norðurslóða og ég á von á að þetta aukna samstarf skili gagnkvæmum ávinningi fyrir vísindasamfélagið og háskólana.“