Hoppa yfir valmynd
30. september 2011 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra fundar með utanríkisráðherra Noregs

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs

Forsætisráðherra tók í morgun á móti Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, í Stjórnarráðinu. 

Á fundinum var rætt um samstarf ríkjanna í málefnum Norðurslóða og lýsti forsætisráðherra ánægju með samkomulag Íslands og Noregs um gestaprófessorsstöðu og stuðning við rannsóknir og verkefni í Norðurslóðasamstarfi, auk þess sem staða aðildarviðræðna Íslands við ESB og norrænt samstarf var til umræðu.

„Samkomulagið styrkir rannsóknastarf og háskólastigið á þessu sviði“, sagði forsætisráðherra. „Norðmenn eru reynslumiklir og góðir samstarfsaðilar í málefnum Norðurslóða og ég á von á að þetta aukna samstarf skili gagnkvæmum ávinningi fyrir vísindasamfélagið og háskólana.“

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta