Laust embætti rektors Hólaskóla - Háskólans á Hólum
Embætti rektors Hólaskóla - Háskólans á Hólum er laust til umsóknar.
Í samræmi við 1. mgr. 25. gr. laga um búnaðarfræðslu, nr. 57/1999, auglýsir mennta- menningarmálaráðherra hér með laust til umsóknar embætti rektors Hólaskóla - Háskólans á Hólum.
Rektor er yfirmaður stjórnsýslu Hólaskóla - Háskólans á Hólum og ber ábyrgð á rekstri hans. Hann ber ábyrgð á gerð starfs- og rekstraráætlana og að þær séu samþykktar af háskólaráði. Rektor er jafnframt æðsti fulltrúi hans gagnvart mönnum og stofnunum innan skólans og utan hans. Hann stýrir starfsemi háskólans og hefur frumkvæði að því að háskólaráð marki sér heildarstefnu í málefnum skólans. Rektor fer með ráðningarvald yfir öllum starfsmönnum skólans og setur þeim erindisbréf eða starfslýsingar. Um laun rektors fer eftir ákvörðun kjararáðs.
- Mennta- og menningarmálaráðherra skipar rektor til fimm ára í samræmi við 1 mgr. 25. gr. laga um búnaðarfræðslu, að fenginni umsögn háskólaráðs. Skipunartímabil rektors er frá 1. janúar 2012.
- Embættisgengir í embætti rektors Hólaskóla - Háskólans á Hólum eru þeir einir sem lokið hafa æðri prófgráðu við háskóla og hafa stjórnunarreynslu að baki.