Hoppa yfir valmynd
3. október 2011 Matvælaráðuneytið

Annað útboð á sérleyfum til rannsóknar og vinnslu kolvetnis á Drekasvæðinu hefst í dag.

Í dag, þann 3.október, hefst annað útboð á sérleyfum til rannsókna og vinnslu kolvetnis á Drekasvæðinu. Útboðið verður opið til og með 2. apríl 2012.

Í tilefni þessa hefur Orkustofnun opna sérstaka gátt á vefnum http://os.is/annad-utbod,
þar verður hægt að nálgast frekari upplýsingar um svæðið sem um ræðir, leyfisveitingu, viðeigandi lagaákvæði og aðrar nánari upplýsingar um umsóknarferlið. Að auki er hægt að nálgast upplýsingar og gögn um svæðið á LandgrunnsvefsjáOrkustofnunar.

Útboðssvæðið nær yfir norðurhluta Drekasvæðisins sem er 42.700 ferkílómetrar að flatarmáli og staðsett norðaustur af Íslandi. Ástæða er til að árétta, að þótt miklar vonir séu bundnar við að olía og gas finnist á norðanverðu Drekasvæðinu, þá verður ekkert sannað í því efni fyrr en að loknum árangursríkum rannsóknum. Með útboði sérleyfa taka olíufélögin á sig áhættu sem fylgir kostnaðarsömum rannsóknum. Rannsóknir munu ná yfir fjölda ára, í kjölfar samninga um skilmála fyrir sérleyfi, enda eru slík sérleyfi veitt til allt að 12 ára. Innlendar tekjur á rannsóknartímabilinu takmarkast við þjónustu vegna slíkra rannsókna. Framleiðslugjald og skattlagning hagnaðar koma fyrst til eftir að vinnsla kolvetna er hafin en í kjölfar þess má vænta atvinnuuppbyggingar til frambúðar.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta