Staða upplýsingafulltrúa í mennta- og menningarmálaráðuneytinu
Mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur ákveðið að setja á laggirnar stöðu upplýsingafulltrúa ráðuneytisins frá 1. október 2011. Við starfinu tekur Þorgeir Ólafsson, sem starfað hefur í mennta- og menningarmálaráðuneyti frá 1992, fyrst á skrifstofu menningarmála og síðan sem mennta- og menningarfulltrúi í fastanefnd Íslands gagnvart ESB í Brussel. Starfssvið hans að undanförnu hefur verið á lögfræðisviði, m.a. að hafa umsjón með EES-málum á sviði ráðuneytisins.
Nánari upplýsingar veitir Þorgeir Ólafsson í síma: 545-9500