Hoppa yfir valmynd
4. október 2011 Forsætisráðuneytið

Hagfræðistofnun HÍ metur kröfur Hagsmunasamtaka heimilana

Þann 1. október sl. afhenti formaður Hagsmunasamtaka heimilanna forsætisráðherra undirskriftalista með nöfnum 33.525 einstaklinga þar sem krafist er afnáms verðtryggingar og leiðréttingar á stökkbreyttum lánum til heimilanna. Með þessum kröfum fylgja fjórar mismunandi leiðir til leiðréttingar á lánum.  Á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun var fjallað um ofangreindar kröfur og var samþykkt tillaga forsætisráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur um að fela Hagfræðistofnun Háskóla Íslands að meta áhrif þeirra á þjóðarhag, en einnig á afkomu og efnahag heimila, lífeyrisþega í nútíð og framtíð, hins opinbera, fyrirtækja og fjármálastofnana.  Hagfræðistofnun hefur tekið verkið að sér og má reikna með að greinargerð geti legið fyrir í nóvember nk.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta