Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra heimsækir Spán
Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra er á Spáni þar sem hann heimsækir CONXEMAR 2011 í Vigo á vesturströnd Spánar. CONXEMAR ER er alþjóðleg sýning á sjávarafurðum (XIII International Frozen Seafood Products Exhibition). Ráðherra mun þar ávarpa hóp saltfiskframleiðenda og söluaðila. Þá heimsækir Jón Bjarnason fiskeldisfyrirtækið Stolt seafarm í Lira sem vinnur meðal annars að því að koma upp fiskeldi á Reykjanesi.
Ráðherra kemur heim úr Spánarferð sinni í vikulok.