Hoppa yfir valmynd
4. október 2011 Matvælaráðuneytið

Vika helguð frumkvöðlum og nýsköpun

Evrópska fyrirtækjavikan stendur nú sem hæst, en tvö undanfarin ár hefur ein vika á ári verið helguð nýsköpunarfyrirtækjum og frumkvöðlum í Evrópu undir yfirskriftinni SME Week eða Evrópska fyrirtækjavikan. Í ár er vikan tileinkuð frumkvöðlum, sem eru að takast á við það ferli sem fylgir frumkvöðlastarfi öðru sinni og nú með nýja eða breytta hugmynd í farteskinu.

Staða og starfsskilyrði hátækni- og sprotafyrirtækja á Íslandi

Nýsköpunarmiðstöð Íslands, RANNÍS, Íslandsstofa og Samtök iðnaðarins halda fjölbreytta viðburði alla þessa viku í samvinnu við fleiri öfluga aðila í stuðningsumhverfi frumkvöðla sem nær hámarki með sameiginlegu Tækni- og hugverkaþingi föstudaginn 7. október. Á þinginu verður fjallað um stöðu og starfsskilyrði hátækni- og sprotafyrirtækja á Íslandi og hvernig stjórnvöld og atvinnulífið geta unnið saman að því að koma nauðsynlegum umbótum í framkvæmd.

Evrópska fyrirtækjavika (European SME-week) er haldin á vegum framkvæmdastjórnar ESB í  37 Evrópulöndum dagana 3.-9. október. Markmið fyrirtækjavikunnar er að veita heildaryfirsýn og skapa umræðu um stuðningskerfi nýsköpunar fyrir fyrirtæki og frumkvöðla á Íslandi.

Evrópska fyrirtækjavika á Íslandi hófst formlega mánudaginn 3. október með opnun  á vefrænu upplýsingagáttinni www.atvinnuvegurinn.is sem á að auðvelda fyrirtækjum og einstaklingum að rata um stoðkerfi iðnaðarráðuneytisins og stofnana þess.  

Reykjavík 4. október 2011

SNF-logo-orange

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta