Hoppa yfir valmynd
6. október 2011 Matvælaráðuneytið

„Eigið frumkvöðlastarf“ er nýtt tækifæri fyrir fólk í atvinnuleit.

Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Vinnumálastofnun hafa skrifað undir samstarfssamning, sem miðar að því að
skapa aukin tækifæri fyrir fólk í atvinnuleit með fræðslu, handleiðslu og virkri eftirfylgni við þróun eigin viðskiptatækifæra.

Úrræðið felur það í sér að allir atvinnuleitendur, sem tryggðir eru innan atvinnuleysistryggingakerfisins og vilja vinna að eigin viðskiptahugmynd, geta sótt um þátttöku í verkefninu, sem ber heitið „Eigið frumkvöðlastarf". Með þessum hætti er Vinnumálastofnun að veita atvinnuleitendum viðeigandi aðstoð, sem auðveldar þeim að verða virkir þátttakendur á vinnumarkaðnum að nýju og nú með eigin viðskiptahugmynd. Atvinnuleitendur fá fræðslu um undirbúning, stofnun og rekstur fyrirtækja frá sérfræðingum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og stuðning við að skapa sér sín eigin atvinnutækifæri. Samstarfinu er þannig ætlað að auka líkurnar á því að atvinnuleitendur bæti við eða viðhaldi reynslu sinni og þekkingu, upplifi sig í nýju umhverfi og nýti tíma sinn og kraft á jákvæðan og uppbyggjandi hátt, sjálfum sér til framdráttar. Verkefnið getur varað í allt að sex mánuði, en hægt er að sækja um framlengingu í aðra sex mánuði ef viðskiptahugmyndin inniheldur mikla nýsköpun og er ekki í beinni samkeppni við innlenda starfsemi. Úrræðið hefur ekki verið í boði í þessari mynd hingað til, en sambærilegt verkefni hefur verið hýst hjá Vinnumálastofnun. Verkefnið flyst nú til Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, sem kemur til með að sinna umsýslu, upplýsingagjöf og afgreiðslu á umsóknum í náinni samvinnu við Vinnumálastofnun enda er það hlutverk Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands að hvetja til nýsköpunar og efla framgang nýrra hugmynda í íslensku atvinnulífi.

Hilmir Ingi Jónsson, frumkvöðull, er gott dæmi um einstakling, sem nýtti sér úrræðið fyrir núverandi breytingu og fyrirkomulag ogstofnaði hann í framhaldinu fyrirtækið RemakeElectric. Remake Electric er framsækið frumkvöðlafyrirtæki, sem hefur þróað nýja og byltingarkennda tegund rafskynjara, sem kemur í stað hefðbundinna rafmagnsöryggja. Fyrirtækið hefur blómstrað í rekstri sínum síðustu mánuði. Það flutti á dögunum frá frumkvöðlasetri Nýsköpunarmiðstöðvar í Hafnarfirði, Kveikjunni, eftir að hafa sprengt það húsnæði utan af sér, en Hilmir Ingi er nú kominn með fjórtán manns í fulla vinnu. Það er því óhætt að segja að úrræðið sé að skila sér í auknum störfum fyrir samfélagið í heild sinni. 

Reykjavík, 6. Október 2011.

Sköpum nýja framtíð logo

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta