Sérfræðingur á skrifstofu menntamála
Mennta- og menningarmálaráðuneytið auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings í málefnum er einkum varða innritun í framhaldsskóla á skrifstofu menntamála. Um er að ræða fullt starf í eitt ár.
Mennta- og menningarmálaráðuneytið auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings í málefnum er einkum varða innritun í framhaldsskóla á skrifstofu menntamála. Um er að ræða fullt starf í eitt ár.
Leitað er að einstaklingi með háskólamenntun í náms- og starfsráðgjöf, þekkingu á íslensku framhaldsskólakerfi, þekkingu og reynslu af innritunarferli í framhaldsskóla og reynslu af samskiptum og ráðgjöf við nemendur og foreldra. Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð, góð kunnátta í ensku og einu Norðurlandamáli og þekking á nýtingu upplýsingatækni, gagnagrunnum og upplýsingakerfum sem nýttir eru við innritun í framhaldsskóla eru nauðsynlegir kostir ásamt ritfærni og hæfni í mannlegum samskiptum.
- Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Laun greiðast samkvæmt launakerfi Félags háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins.
- Nánari upplýsingar veitir Jens Pétur Hjaltested á upplýsinga- og fjármálasviði.
- Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsferil sendist mennta- og menningarmálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík.
Umsóknarfrestur er til 25. október 2011.