Hoppa yfir valmynd
7. október 2011 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Evrópusambandið og umhverfismál

ESB-og-umhverfismal_Auglysing
ESB og umhverfismál

 

Utanríkisráðuneyti og umhverfisráðuneyti í samvinnu við framkvæmdastjórn ESB standa þann 25. október fyrir málþingi um ESB og umhverfismál.

 Á málþinginu verður fjallað um hvaða áhrif þátttaka Íslands í Evrópska efnhagssvæðinu (EES) hefur haft á umhverfislöggjöf landsins og hvaða breytingar hugsanleg aðild að Evrópusambandinu myndi hafa í för með sér á því sviði.

Þá verður litið til hlutverks umhverfisverndarsamtaka innan ESB, fjallað um náttúruverndarlöggjöf sambandsins og heyrt af reynslu Eista sem nýlega gengu í sambandið.

Aðgangur er ókeypis og ráðstefnan er öllum opinn. Skráningar skulu sendar á netfangið [email protected] fyrir 13. október.

Allir sem áhuga hafa á umhverfis- og náttúruverndarmálum er hvattir til að mæta. Dagskrá og nánari upplýsingar er að finna hér.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta