Hoppa yfir valmynd
7. október 2011 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Frumvarp til sviðslistalaga

Á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis hefur um skeið verið unnið að endurskoðun á leiklistarlögum nr. 138/1998.  Þeim sem vilja koma á framfæri ábendingum vegna frumvarpsins er bent á að senda þær til ráðuneytisins.

Á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis hefur um skeið verið unnið að endurskoðun á leiklistarlögum nr. 138/1998.  Mennta- og menningarmálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp þess efnis á Alþingi á yfirstandandi þingi.

Við endurskoðunina er grundvöllur laganna víkkaður út til að ná til allra sviðslista. Í frumvarpinu eru auk ákvæða um Þjóðleikhúsið sett ákvæði um Íslenska dansflokkinn sem hefur starfað skv. sérstökum reglum sem settar voru á grundvelli 1. mgr. 14. gr. leiklistarlaga. Þá eru í frumvarpinu ákvæði um sviðslistasjóð og sviðslistaráð.

Þeim sem vilja koma á framfæri ábendingum vegna frumvarpsins er bent á að senda þær til mennta- og menningarmálaráðuneytisins á netfangið [email protected] eigi síðar en 30. nóvember 2011.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta