Atvinnuvegurinn.is er vegvísir fyrir fyrirtæki og einstaklinga.
Iðnaðarráðuneytið og stofnanir sem undir það heyra hafa það meginhlutverk að skapa kjöraðstæður fyrir öflugt og sterkt atvinnulíf. Saman hafa þau sett á laggirnar upplýsingasíðuna atvinnuvegurinn.is en á henni geta einstaklingar og fyrirtæki fengið á einum stað leiðsögn um þann þátt stoðkerfis atvinnulífsins sem undir þau heyra.
Miklu skiptir að stoðkerfi atvinnulífsins virki sem skyldi og þar gegna Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Byggðastofnun, Ferðamálastofa og Orkustofnun veigamiklum hlutverkum.
Sem dæmi um þá fjölbreyttu þjónustu sem hægt er að nálgast á síðunni má t.d. nefna:
- Ítarlegt yfirlit yfir þá styrkjamöguleika sem í boði eru
- Leiðbeiningarit um stofnun og rekstur fyrirtækja
- Stuðningur og framkvæmd tæknirannsókna
- Hýsing á frumkvöðlafyrirtækjum
- Reiknilíkön fyrir rekstrar- og fjárhagsáætlanir
- Leiðbeiningarit um uppbyggingu tjaldsvæða
- Bókhalds- og uppgjörslíkan
- Upplýsingakort um samfélag og efnahag, lýðfræði og atvinnuvegi, miðað við sveitarfélög og landshluta
- Greinargott yfirlit yfir gæða- og leyfismál sem heyra undir iðnaðarráðuneytið og stofnanirnar