Hoppa yfir valmynd
12. október 2011 Utanríkisráðuneytið

Ráðherra gagnrýnir dóm yfir Tímósjenkó

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra lýsir yfir miklum vonbrigðum með dóm yfir Júlíu Tímósjenkó, fyrrum forsætisráðherra Úkraínu, en hún var dæmd til sjö ára fangavistar í gær fyrir misbeitingu valds. Ráðherra tekur undir yfirlýsingu Evrópusambandsins þar sem framkvæmd réttarhaldanna yfir Tímósjenkó er gagnrýnd harðlega og mun styðja samhljóða ályktun sem lögð verður fyrir hjá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu,ÖSE, í vikunni.

Réttarhöldin hafa ekki staðist alþjóðlegar kröfur um málsmeðferð, þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir um úrbætur. Mikilvægt er að lögð verði áhersla á eðlilega málsmeðferð við hugsanlega áfrýjun dómsins. Dómurinn og málsmeðferðin valda sérstökum vonbrigðum þar sem Úkraína gegnir nú formennsku í ráðherranefnd Evrópuráðsins og mun taka við formennsku ÖSE 2013.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta