Sumargotssíld
Nr. 51/2011
Sumargotssíld
Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um úthlutun allt að 350 lesta af íslenskri sumargotssíld á fiskveiðiárinu 2011/2012. Úthlutunin er, líkt og nýleg úthlutun sérstakra aflaheimilda í skötusel, gerð á grundvelli 8. gr. laga nr. 70/2011. Úthlutun er bundin skipum sem eru allt að 200 brúttótonn og stunda ekki veiðar með vörpu. Heimilt er að úthluta á skip allt að 5 lestum í senn gegn greiðslu gjalds enda hafi viðkomandi skip leyfi til veiða í atvinnuskyni. Úthlutun hverju sinni er bundin því skilyrði að skip hafi veitt 80% af áður úthlutuðum heimildum skv. þessari grein. Verð á aflaheimildum þessum nemur 13 kr. á hvert kg og skal greitt Fiskistofu fyrir úthlutun. Með þessari aukaúthlutun á aflaheimildum í sumargotssíld er hvatt til síldveiða minni báta með ströndum landsins, þ.m.t. veiða til öflunar beitu.
Reglugerð um ráðstöfun aflaheimilda í íslenskri sumargottsíld á fiskveiðiárinu 2011/2012.