Hoppa yfir valmynd
14. október 2011 Dómsmálaráðuneytið

Embætti sýslumannsins á Húsavík laust til umsóknar

Innanríkisráðuneytið hefur auglýst lausa stöðu sýslumannsins á Húsavík. Miðað er við að innanríkisráðherra skipi í embættið frá og með 1. desember næstkomandi til fimm ára. Umsóknarfrestur er til 31. október.

Umsækjendur skulu fullnægja skilyrðum 2. mgr. 5. gr. laga nr. 92/1989 um framkvæmdarvald ríkisins í héraði og 2. mgr. 28. gr. lögreglulaga nr. 90/1996, sbr. 2. mgr. 12. gr. laga um dómstóla nr. 15/1998.

Í umsókn skulu koma fram upplýsingar um, eftir því sem við á: 1) menntun, 2) reynslu af saksókn mála og/eða annarri meðferð ákæruvalds, 3) reynslu af dómstörfum, 4) reynslu af lögmannsstörfum, 5) reynslu af stjórnsýslustörfum, 6) reynslu af fræðistörfum, 7) reynslu af stjórnun, 8) reynslu af öðrum aukastörfum sem nýtist í embætti sýslumanns, 9) upplýsingar um almenna og sérstaka starfshæfni, 10) upplýsingar sem snúa að andlegu atgervi, áræði, mannlegum samskiptum og sjálfstæði, 11) upplýsingar um þrjá samstarfsmenn sem geta veitt upplýsingar um störf, samstarfshæfni og aðra hæfni umsækjanda og 12) aðrar upplýsingar sem varpað geta ljósi á faglega eiginleika og færni umsækjanda sem máli skipta fyrir störf sýslumanns.

Umsóknir óskast sendar rafrænt á netfangið [email protected] eða skriflega til innanríkisráðuneytis, Sölvhólsgötu 7, 150 Reykjavík. Með umsókn skal fylgja eftir því sem við á: 1) afrit af prófskírteinum, 2) afrit dóma í munnlega fluttum málum sem umsækjandi hefur samið atkvæði í síðustu 12 mánuði, 3) afrit af ákærum, stefnu og greinargerðum í málum sem umsækjandi hefur samið og flutt munnlega síðustu 12 mánuði, 4) afrit af úrskurðum stjórnvalda og stjórnvaldsákvörðunum sem umsækjandi hefur samið á síðustu 12 mánuðum, 5) útgefin fræðirit og afrit af tímaritsgreinum umsækjanda, 6) önnur gögn sem varpa ljósi á faglega færni umsækjanda til starfa sem sýslumaður.

Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um embættið. Laun eru samkvæmt ákvörðun kjararáðs. Upplýsingar um verkefni sem sýslumanninum á Húsavík eru falin má finna á vefsíðunni www.syslumenn.is.

Til þess að hraða afgreiðslu umsókna og bréfaskiptum, skulu umsækjendur gefa upp tölvupóstfang sem notað verður til að eiga öll samskipti við umsækjendur. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um skipun liggur fyrir.

Umsóknir skulu berast innanríkisráðuneytinu eigi síðar en 31. október nk. Nánari upplýsingar um starfið veitir Ingilín Kristmannsdóttir, skrifstofustjóri í innanríkisráðuneytinu, í síma 545 9000.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta